Söru Björk leið illa eftir fyrsta leikinn á EM

Bjarni Helgason skrifar frá Tilburg:

Íslenska liðið er mætt til Tilburg þar sem liðið mun leika sinn fyrsta leik á EM gegn Frökkum á morgun.

Ísland leikur í riðli með Frakklandi, Sviss og Austurríki en Frakkar eru sterkasta liðið í riðlinum, fyrirfram.

Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins var mættur á blaðamannafund á Willem II Stadion í dag ásamt þeim Söru Björk Gunnarsdóttur og Guðbjörgu Gunnarsdóttur.

Sara Björk fór á sitt fyrsta stórmót árið 2009 og rifjaði það upp á blaðamannafundinum í dag.

„Fyrsta mótið þá var ég 18 ára gömul og þetta var auðvitað fyrsta stórmótið okkar. Spennustigið var rosalega hátt og við vorum rosalega stressaðar allar.“

„Við spiluðum ekki vel í fyrsta leiknum á móti Frökkum og tilfiningarnar voru útum allt. Mér leið ekki vel eftir fyrsta leikinn en ég lærði mikið af þessu.“

„Við erum orðnir betri leikmenn og betra lið í dag og ég held að það sé stærsti munurinn. Það er komin meiri reynsla í þetta lið og við erum tilbúnar í þetta verkefni á morgun.“


desktop