Tólfan og Errea í samstarf

Tólfan mun klæðast íslensku landsliðstreyjunni á HM í Rússlandi næsta sumar en það er fótbolti.net sem greinir frá þessu.

Tólfan lét hanna sérstaka búninga fyrir sig fyrir EM í Frakklandi sem voru framleiddir af Henson.

Í sumar mun stuðningsmannasveitin hins vegar klæðast treyjum frá Errea en samningurinn verður kynntur nánar síðar.

Errea mun opinbera treyjuna sem Íslands klæðist á HM þann 15. mars næstkomandi en mikil eftirvænting ríkir fyrir nýja búningnum.


desktop