U19 með góðan sigur á Færeyjum

Mynd - Víkurfréttir

Færeyjar 1 – 2 Ísland
0-1 Kristófer Kristinsson (53′)
0-2 Stefán Alexander Ljubicic (69′)
1-2 Lukas Frenaa Giessin (80′)

U19 ára landslið Íslands mætti Færeyjum og undankeppni EM í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri íslenska liðsins.

Það var lítið í gangi í fyrri hálfleik þótt íslenska liðið hafi verið meira með boltann og staðan því markalaus í leikhléi.

Kristófer Kristinsson kom Íslandi svo yfir í upphafi fyrri hálfleiks áður en Stefán Alexander Ljubicic tvöfaldaði forystu Íslands með marki á 69. mínútu.

Lukas Grenaa Giessing minnkaði muninn fyrir Færeyjar með marki úr vítaspyrnu á 80. mínútu en lengra komust þeir ekki og lokatölur því 2-1 fyrir Ísland.

Ísland lýkur því keppni í þriðja sæti riðilsins með 3 stig.


desktop