U21 leikur æfingaleik við Írland

KSÍ hefur komist að samkomulagi við Írland um að U21 landslið þjóðanna mætist í vináttulandsleik á Tallaght Stadium, en hann er heimavöllur Shamrock Rovers í Dublin 22. mars.

U21 landsliðið á leik í undankeppni EM gegn N-Írlandi 26. mars, en leikstaður hefur ekki verið staðfestur.

Vináttuleikur gegn nágrönnunum á Írlandi verður góður undirbúningur fyrir íslensku strákana fyrir þann leik.

U21 landslið þjóðanna hafa mæst tvisvar áður og voru báðir leikirnir í undankeppni EM árin 1996 og 1997, Ísland vann báða leikina 1–0.


desktop