Ummæli Jóhanns Bergs um íslenska fjölmiðla vekja athygli

Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley og íslenska landsliðsins var í skemmtilegu viðtali við BBC á dögunum.

Ísland tryggði sér sæti á lokakeppni HM næsta sumar sem fram fer í Rússlandi eftir 2-0 sigur á Kosóvó í lokaleik sínum í riðlinum.

Ísland kom mörgum á óvart og vann riðilinn sem var afar sterkur en Króatía, Tyrkland og Úkraína voru m.a með okkur í riðli.

Hann var spurður að því í viðtalinu hvernig samband íslenska landsliðsins væri við fjölmiðla, samanborið við enska landsliðið þar sem fjölmiðlar á Englandi eru duglegir að láta enska liðið heyra það og skrifa um hvert einasta feilspor sem leikmenn liðsins taka.

„Ég var að hlusta á úrvarpsþátt heima á Íslandi á dögunum og á Íslandi eru fjölmiðlar á sömu blaðsíðu og við og á okkur bandi ef svo má að orði komast.“

„Þeir myndu aldrei skrifa neitt sem myndi skaða okkur eða láta hlutina líta illa út fyrir okkur. Ef við gerum mistök í viðtölum og segjum eitthvað sem við eigum ekki að segja þá taka þeir það út ef við biðjum þá um það.“

„Þeir myndu aldrei gera neitt til þess að skaða okkur og skaða okkar ímynd.“


desktop