Viðar Örn á skotskónum í sigri á Maccabo Petach Tikva

Maccabi Tel Aviv tók á móti Maccabi Peteach Tikva í ísraelsku úrvalsdeildinni í kvöld en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna.

Viðar Örn Kjartansson kom Tel Aviv yfir á 17. mínútu og Avi Rikan tvöfaldaði forystu heimamanna á 45. mínútu.

Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og lokatölur því 2-0 fyrir Maccabi Tel Aviv.

Tel Aviv er í þriðja sæti deildarinnar með 55 stig, tveimur stigum frá toppliði Hapoel Beer Sheva.


desktop