Viktor Helgi í HK

Viktor Helgi Benediktsson er gengin til liðs við HK á láni.

Hann kemur til liðsins frá Íslandsmeisturum FH en hann er ennþá gjaldgengur með 2. flokki félagsins þar sem að hann er fæddur árið 1998.

Viktor er miðjumaður en í fyrra skoraði hann 9 mörk með 2. flokki FH í A-deildinni.

Hann spilaði með FH á Bose-mótinu fyrir áramót en mun nú fá dýrmæta reynslu með HK sem leikur í Inkasso-deildinni.


desktop