Viktor Örn framlengir við ÍR

Viktor Örn Guðmundsson skrifaði rétt í þessu undir nýjan tveggja ára samning við ÍR.

,,Þessi magnaði miðjumaður var einn af lykilmönnum liðsins í sumar og því eru þessar fréttir einstaklega ánægjulegar,“ segir á Facebook síðu Vísis.

Viktor er örfættur leikmaður sem getur leyst margar stöður en hann lék á miðjunni hjá ÍR.

Viktor ólst upp hjá FH og lék þar lengi áður en hann hélt í Fylki en hann hefur einnig spilað með Fjarðabyggð.

Hjá Fjarðabyggð lék hann undir stjórn Brynjars Gestsonar sem tók við ÍR á dögunum.


desktop