Aðeins eitt annað lið kom til greina hjá Maldini

Paolo Maldini er nafn sem flestir ættu að kannast við en hann var lengi leikmaður AC Milan á Ítalíu.

Maldini spilaði með Milan frá 1985 til ársins 2009 og gerði 647 deildarleiki fyrir félagið sem er magnað.

Ekki nóg með það heldur þá spilaði Maldini 126 landsleiki og vann ófáa stóra titla á ferlinum.

Ítalinn spilaði aðeins fyrir eitt félag á ferlinum en var í dag spurður að því hvaða annað félag hefði komið til greina.

,,Ef ég hefði þurft að spila fyrir annað félag þá hefði það verið Real Madrid,“ sagði Maldini og nú vitum við það!


desktop