Cengiz Under til Roma

Roma á Ítalíu hefur fest kaup á Cengiz Under en hann kemur til félagsins frá Basaksehir í Tyrklandi.

Þessi 20 ára gamli leikmaður er talinn mikið efni og var á meðal annars á óskalista Manchester City.

Roma hafði þó betur í baráttunni en liðið borgar um 13 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Cengiz er fimmti leikmaðurinn sem Roma fær í sumar en liðið hefur styrkt sig vel í glugganum.

Cengiz er sóknarmaður og vængmaður og skoraði sjö mörk í 32 leikjum fyrir Basaksehir á síðustu leiktíð.


desktop