De Rossi útskýrir af hverju hann reiddist þegar hann var beðinn um að hita upp

Svíar tryggðu sér sæti á HM í Rússlandi í gærdag eftir markalaust jafntefli gegn Ítölum á San Siro.

Fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Svía sem þýðir að Ítalir eru úr leik en hálfgerð þjóðarsorg ríkir í landinu eftir vonbrigðin enda í fyrsta skiptið síðan árið 1958 sem Ítalir verða ekki með á HM.

Undir lok leiksins var Daniele De Rossi, miðjumaður liðsins beðinn um að hita upp og reiddist hann við þetta og benti á Lorenzo Insigne, sóknarmann liðsins og sagði að hann ætti frekar að hita.

„Hjá landsliðinu er það þannig að það eru þrír leikmenn sem hita saman upp, svo eftir fimm mínútur þá skipta þeir og aðrir þrír fara og hita,“ sagði Rossi við Rai Sport.

„Ég sagði bara að leikurinn væri að klárast og við þurftum að vinna og þess vegna ættu þeir að senda sóknarmennina að hita. Þess vegna benti ég á Insigne.“

„Ég stjórnaði þessu ekki, þetta var taktísk ákvörðun. Ég ætlaði ekki að mógða neinn, á þessum tímapunkti í leiknum hefði ég haldið að það væri betra að setja Insigne inná,“ sagði hann að lokum.

Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.


desktop