Emil lék allan leikinn í tapi Udinese

Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Udinese sem tók á móti Chievo Verona í Seriu A á Ítalíu í kvöld.

Um er að ræða fyrstu umferð en Emil er líkt og áður algjör lykilmaður hjá Udinese.

Emil lék allan leikinn á miðju Udinese í 1-2 tapi á heimavelli.

Miðjumaðurinn átti ágætis leik en úrslitin eru vonbrigði í upphafi tímabils.


desktop