Forseti Napoli: Zlatan gæti tekið við eftir fimm ár

Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, er mikill aðdáandi framherjans Zlatan Ibrahimovic.

De Laurentiis hefur hitt Zlatan í persónu og sér hann fyrir sér sem framtíðarstjóra ítalska stórliðsins.

,,Ég fattaði það líka að hann er ekki bara frábær leikmaður heldur ótrúlegur og rólegur maður,“ sagði De Laurentiis.

,,Ég sagði við sjálfan mig að þetta gæti verið stjóri Napoli eftir fimm eða sex ár.“


desktop