Hjartnæm skilaboð Buffon til Astori og fjölskyldu hans

Búið er að fresta öllum leikjum í Seriu A í dag eftir að Davide Astori fyrirliði Fiorentina fannst látinn á hótelherbergi sínu í dag, aðeins 31 árs gamall.

Astori var að undirbúa sig undir leik gegn Udinese í dag.

Astori léstí svefni en ekki er vitað hvað olli því að hann féll frá.

Hann lék fyrir ítalska landsliðið á ferli sínum og var orðaður við stórlið á Englandi um tíma.

,,Fiorentina er í áfalli þegar félagið tilkynnir núr að David Astori er látinn,“ sagði í yfirlýsingu félagsins.

Gianluigi Buffon markvörður Juventus og ítalska landsliðsins er einn af þeim sem syrgir góðan vin í dag.

,,Ég brýt regluna í dag því þú áttir unga kona og fjölskyldu sem er í sárum, unga dóttir þín á hins vegar skilið að vita það að þú varst hinn fullkomna persóna,“ skrifar Buffon meðal annars en hann segist venjulega ekki skrifa svona heldur frekar tjá sig við fólk.

Skilaboð Buffon eru hér að neðan.


desktop