Ítalía: AC Milan með sigur á Cagliari

AC Milan tók á móti Cagliari í ítölsku Serie A í kvöld en leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna.

Það var Carlos Bacca, framherji liðsins sem skoraði eina mark leiksins á 88 mínútu og þar við sat.

Lokatölur því 1-0 fyrir Milan sem fer með sigrinum upp í fimmta sæti deildarinnar og er aðeins sex stigum frá toppliði Juventus sem er með 42 stig.

Cagliari er hins vegar áfram í fjórtánda sæti deildarinnar með 23 stig.


desktop