Lucas Biglia keyptur til AC Milan

Lucas Biglia er orðinn leikmaður AC Milan á Ítalíu en þetta staðfesti ítalska félagið í dag.

Biglia gengur í raðir Milan eftir dvöl hjá Lazio þar sem hann lék 104 deildarleiki á fjórum árum.

Þessi 31 árs gamli leikmaður kostar Milan 17 milljónir evra en liðið hefur styrkt stig gríðarlega í sumar.

Biglia lék lengi með Anderlecht áður en hann var keyptur til Lazio árið 2013.

Biglia er varnarsinnaður miðjumaður og á að baki 50 landsleiki fyrir Argentínu.


desktop