Maradona myndi aldrei velja Icardi

Diego Maradona, fyrrum besti leikmaður heims, er alls ekki hrifinn af framherjanum Mauro Icardi.

Maradona vill ekki sjá Icardi í landsliðshópnum og segir að hann ætti að vera sá sjöundi í goggunnarröðinni.

,,Icardi ætti að vera sá sjöundi í röðinni frekar en fjórði. Ég myndi frekar fá hinn 43 ára gamla Daniel Bazan Vera,“ sagði Maradona.

,,Mér líkar mjög við Lucas Pratto. Ég myndi frekar skilja Icardi fyrir utan landsliðshópinn.“


desktop