Milan rekur Montella og ræður Gattuso til starfa

AC Milan hefur rekið Vincenzo Montella úr starfi sem þjálfari félagsins eftir slakt gengi.

Montella hefur ekki náð Milan á flug á þessu tímabili en liðið eyddi háum fjárhæðum í sumar.

Gennaro Gattuso fyrrum miðjumaður félagsins tekur við starfinu.

Ef Gattuso verður eitthvað líkur sér innan vallar þá mun hann vera harður í horn að taka.

Gattuso átti frábæran feril sem leikmaður en hann hefur verið að prufa sig áfram í þjálfun síðustu ár.


desktop