Montella ætlar að nota sterkasta liðið

Vincenzo Montella, stjóri AC Milan, ætlar að stilla upp sínu sterkasta liði gegn Torino í bikarnum.

Venjan er að stórlið hvíli suma leikmenn í bikarkeppnum en Montella ætlar sér alla leið í keppninni.

,,Okkur er ekki sama um þessa keppni. Við munum ekki breyta liðinu mikið,“ sagði Montella.

,,Ég mun reyna að stilla upp okkar besta liði um leið og við vitum hvernig staðan er á meiddum leikmönnum.“


desktop