Myndband: De Rossi neitaði að hita upp – Vildi sjá Insigne koma inná

Svíar tryggðu sér sæti á HM í Rússlandi í gærdag eftir markalaust jafntefli gegn Ítölum á San Siro.

Fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Svía sem þýðir að Ítalir eru úr leik en hálgerð þjóðarsorg ríkir í landinu eftir vonbrigðin.

Þetta er í fyrsta skiptið síðan árið 1958 sem Ítalir verða ekki með á HM og hefur fyrrum þjálfari liðsins, Gian Piero Ventura verið harðlega gagnrýndur í dag og í gær.

Undir lok leiksins bað hann Daniele De Rossi, miðjumann Roma um að hita upp en hann var allt annað en sáttur með þjálfarann og benti á Lorenzo Insigne, sóknarmann liðsins og sagði að hann ætti frekar að koma inná.

Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan en De Rossi var ansi pirraður.


desktop