Myndband: Lucas Leiva skoraði með hælspyrnu gegn Zulte-Waregem

Zulte-Waregem tók á móti Lazio í Evrópudeildinni í kvöld en leiknum lauk með 3-2 sigri heimamanna.

Það voru þeir Nill De Pauw, Michael Heylen og Aaron Iseka sem skoruðu mörk Waregem í kvöld en Lucas Leiva jafnaði metin fyrir Lazio í stöðunni 2-1 með laglegu marki.

Hann fékk boltann inn í teig og hælaði hann í markið en hann var ekki þekktur fyrir mikla markaskorun þegar hann spilaði með Liverpool á Englandi.

Myndband af marki hans má sjá hér fyrir neðan.

——-


desktop