Pastore opinn fyrir því að fara aftur til Ítalíu

Javier Pastore, miðjumaður PSG er opinn fyrir því að snúa aftur til Ítalíu en það er Calciomercato sem greinir frá þessu.

Miðjumaðurinn kom til PSG árið 2011 frá Palermo og hefur spilað rúmlega 150 leiki fyrir félagið.

Hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu, undanfarin ár en tilkoma Neymar og Kylian Mbappe hefur gert það að verkum að hann spilar nánast ekkert þessa dagana.

Inter Milan hefur áhuga á að fá hann en hann þekkir vel til á Ítalíu eftir að hafa spilað með Palermo á árunum 2009-2011.

Inter er í öðru sæti Serie A með 33 stig, tveimur stigum minna en Napoli sem er á toppnum í deildinni.


desktop