Pepe Reina á leiðinni í læknisskoðun hjá AC Milan

Pepe Reina, markmaður Napoli er á leiðinni í læknisskoðun hjá AC Milan en það er Mail sem greinir frá þessu.

Reina er sem stendur samningsbundinn Napoli en samningur hans við liðið rennur út í sumar.

Gianluigi Donnarumma, markmaður AC Milan hefur verið sterklega orðaður við brottför frá félaginu í sumar.

Ítalskir fjölmiðlar fullyrða að hann muni yfirgefa félagið ef AC Milan mistekst að tryggja sér Meistaradeildarsæti.

Það er fátt sem bendir til þess að Milan verði í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og félagið ætlar því að semja við Reina.


desktop