Roma hafnaði risatilboði frá Arsenal

Roma á Ítalíu hafnaði risatilboði í bakvörðinn Kostas Manolas frá Arsenal í sumarglugganum.

Þetta segir umboðsmaður leikmannsins, Ionnis Evangelopoulos en Manolas er mjög eftirsóttur.

,,Ég get ekki sagt hvar Kostas vill spila en það verður athyglisvert að sjá hvaða lið vilja fá hann,“ sagði Evangelopoulos.

,,Roma hafnaði tilboði upp á nánast 40 miljónir evra fyrir Kostas frá Arsenal í sumar.“


desktop