Þetta er liðið sem er líklegast til þess að vinna Meistaradeildina samkvæmt Allegri

Massimiliano Allegri, stjóri Juventus telur að Real Madrid sé líklegasta liðið til þess að vinna Meistaradeildina í ár.

Real fór nokkuð örugglega áfram í 8-liða úrslitin eftir samanlagðan 5-2 sigur á stórliði PSG.

Real Madrid hefur unnið keppnina, undanfarin tvö ár og virkar í fantaformi í deild þeirra bestu.

„Madrid er það lið sem er líklegast til þess að vinna keppnina,“ sagði Allegri.

„Þeir eru bara að hugsa um Meistaradeildina og það setur enginn jafn mikinn kraft í keppnina eins og þeir.“

„Eina liðið sem ég vil ekki mæta í 8-liða úrslitunum er hins vegar Barcelona, ég er kominn með nóg af því að mæta þeim í útsláttakeppninni,“ sagði hann að lokum.


desktop