Á meðan Aron Einar tryggði Ísland á HM var grillinu hans stolið

Á meðan Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands var að tryggja liðinu inn á HM í Rússlandi gerðu þjófar sér ferð að heimili hans í Cardiff.

Eiginkona Arons, Kristbjörg Jónasdóttir var á Íslandi til að sjá liðið fara á HM með syni þeirra.

Það var því enginn heima þegar þjófarnir gerðu sér ferð inn í garðinn hjá Aroni og stálu grillinu hans.

,,Ég og Aron erum mikið búin að vera spá í því hvað er öðruvísi síðan við komum heim, grillið er horfið,“ segir Kristbjörg á Snapchat síðu sinni þar sem þúsundir fylgjast með henni

Þjófarnir virðast þó hafa átt gas heima hjá sér en vantað grill og tóku því bara grillið.

,,Því var stolið á meðan við vorum í burtu. Þeir hafa ekki nennt að taka gaskútinn með.“

Aron Einar átti stóran þátt í því að landsliðið er komið á HM en hann þarf nú að kaupa sér nýtt grill.


desktop