Alfreð Finnboga skellt á bekkinn – Emil kemur inn í 4-5-1 kerfið

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands gerir eina breytingu á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn Kósóvó.

Ísland tryggir sig inn á HM í Rússlandi með sigri á Kósóvó.

Heimir ákveður að setja Alfreð Finnbogason á bekkinn og breyta í 4-5-1 kerfið.

Emil Hallfreðsson kemur aftur inn í byrjunarliðið en hann var í banni í 0-3 sigrinum á Tyrklandi.

Emil var frábær í síðasta heimaleik gegn Úkraínu og fær traustið á nýjan leik.

Byrjunarlið Íslands 4-5-1:
Hannes Þór Halldórsson
Birkir Már Sævarsson
Ragnar Sigurðsson
Kári Árnason
Hörður Björgvin Magnússon
Jóhann Berg Guðmundsson
Emil Hallfreðsosn
Aron Einar Gunnarsson
Birkir Bjarnason
Gylfi Þór Sigurðsson
Jón Daði Böðvarsson


desktop