Ari Freyr um ummæli Margrétar Láru – Við fórnum sem sagt engu?

Ummæli Margrétar Láru Viðarsdóttir um muninn á knattspyrnuferli hjá körlum og konum hefur vakið mikla athygli.

Margrét sagði í viðtali á Vísir.is að hjá konunum snérist leikurinn meira um gleði og hvað líkaminn leyfði.

Meira:
„Ólíkt strákunum snýst starfsaldurinn ekki um að fylla bankabókina“

,,Ólíkt strákunum verðum við ekki ríkar af því að spila fótbolta og því snýst starfsaldurinn ekki um að fylla á bankabókina,“ sagði Margrét meðal annars á Vísir.is en viðtalið hefur vakið mikla athygli.

Þessi ummæli hafa vakið athygli og Ari Freyr Skúlason bakvörður íslenska landsliðsins og Lokeren er einn af þeim. ,,Já OK.. við fórnum ss engu?,“ skrifaði Ari Freyr á Twitter.

Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður á 365 miðlum tekur í sama streng. ,,Lít nú fyrst og síðast á þessi ummæli sem þvælu. En allir hafa rétt sinni skoðun. Að öðru leyti ferskur.Eina,“ skrifaði Guðjón á Twitter.


desktop