Aron Einar byrjaður að safna HM skeggi

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði karlalandsliðsins í fótbolta er byrjaður að safna skeggi fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi.

Aron öðlaðist heimsfrægð þegar Ísland var á Evrópumótinu í Frakklandi og útlit hans spilaði þar stórt hlutverk.

Aron var með mikið og gott skegg á Evrópumótinu og hann er byrjaður að safna í slíkt fyrir Heimsmeistaramótið.

Það verður þó ein breyting á útiliti Arons en hann hefur látið hárið á hausnum fjúka.

,,Ég verð að vera með skegg, fólkið þekkir mig ekki öðruvísi,“
sagði Aron Einar í FM95Blö á síðasta föstudag þar sem hann var gestur.

Aron er að stíga upp eftir meiðsli og mun að öllum líkindum byrja að æfa í þessari viku en hann fór í aðgerð á ökkla um jólin.


desktop