Aron Einar fór í aðgerð á föstudag – Verður frá i 6-8 vikur

Aron Einar Gunnarsson miðjumaður Cardiff og fyrirliði Íslands er þessa dagana að jafna sig eftir aðgerð.

Aron staðfesti í samtali við 433.is að hann hefði farið undir hnífinn á föstudag.

Hann hefur verið að gíma við meiðsli í ökkla sem hafa haldið honum frá knattspyrnuvellinum síðustu vikur.

Ákveðið var að skera Aron upp og er hann í gipsi á ökklanum yfir jólin. ,,Þetta er aðgerð sem ég þurfti að fara í, það er gott að klára það af,“ sagði Aron í samtali við 433.is í dag.

Þessi magnaði miðjumaður verður frá í 6-8 vikur og ætti því að vera klár í slaginn í byrjun febrúar.

Aron er algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu og er einn af tíu bestu íþróttamönnum Íslands árið 2017. Hann gæti verið kjörinn íþróttamaður ársins en það kemur í ljós 28 desember.


desktop