Aron Jó skrifar Íslendingum fallega kveðju – Stoltur af þeim

Aron Jóhannsson framherji Werder Bremmen og Bandaríkjana hefur sent íslensku þjóðinni falleg skilaboð.

Aron var með tvöfalt ríkisfang og árið 2013 kaus hann að spila fyrir Bandaríkin frekar en Ísland.

Margir voru reiðir í garð Arons vegna þess og vildu sjá hann spila fyrir Ísland. Aron taldi sig hins vegar eigi meiri möguleika á að spila á Heimsmeistaramótinu með Bandaríkjunum.

Sá draumur hann varð að veruleika árið 2014 þegar hann lék með Bandaríkjunum á HM í Brasilíu.

,,Augnablikið sem ég spilaði á HM í Brasilíu er það besta á ferli sínum, að vera hluti af þessu ferðalagi Bandaríkjana var draumur að rætast,“ sagði Aron.

,,Ég er stoltur af íslenska landsliðinu, þetta er magnað afrek. Margir af vinum mínum eru að leika með íslenska landsliðinu og ég er glaður og ánægður með þeirra fyrir afrek. Þeir eiga skilið að fara á HM.“

,,Ef allt fer vel þá hittumst við í Rússlandi.“


desktop