Björn Steinbekk slær á létta strengi – Segir fólki að kaupa miða hjá FIFA

Björn Steinbekk, athafnamaður sló á létta strengi í gærkvöldi eftir að ljóst var að Ísland hefði tryggt sig inn á Heimsmeistaramótið í Rússlandi.

Björn komst í fréttirnar á Evrópumótinu í Frakklandi á síðasta ári þegar hann ætlaði að selja almenningi miða.

Björn taldi sig vera með söluaðila úti í hinum stóra heimi sem myndi redda miðunum sem hann hafði selt.

Það gerðist ekki og voru margir Íslendingar í miklum vandræðum vegna þess. Fólk hafði flogið út ti Frakklands en fékk svo ekki miðana sem Björn hafði lofað.

,,Jæja krakkar, ekkert rugl.  Kaupið miða hjá FIFA,“ skrifaði Björn á Facebook síðu sína í gærkvöldi.

Um þetta var rætt í Morgunútvarpinu á RÁS2 í dag en mál Björns á Evrópumótinu vakti mikla athygli.


desktop