Byrjunarliðið gegn Úkraínu – Alfreð og Kára skellt á bekkinn

Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir leikinn gegn Úkraínu í undankeppni HM.

Heimir heldur sig við 4-5-1 kerfið en gerir tvær breytingar frá tapinu gegn Finnlandi.

Kári Árnason og Alfreð Finnbogason eru settir á bekkin.

Inn koma Jón Daði Böðvarsson og Sverrir Ingi Ingason en áhugavert er að sjá að Heimir heldur sig við 4-5-1 kerfið.

Íslenska liðið þarf á sigri að halda til að eiga von á farmiða á HM í Rússlandi.

Byrjunarliðið má sjá hér að neðan.

Byrjunarliðið:
Hannes Þór Halldórsson
Birkir Már Sævarsson
Sverrir Ingi Ingason
Ragnar Sigurðsson
Hörður Björgvin Magnússon
Jóhann Berg Guðmundsson
Aron Einar Gunnarsson
Emil Hallfreðsson
Birkir Bjarnason
Gylfi Þór Sigurðsson
Jón Daði Böðvarsson


desktop