Eiður og Gummi Ben verða með RÚV á HM

Eiður Smári Guðjohnsen og Guðmundur Benediktsson hafa gengið til liðs við hópinn sem kemur til með að fjalla um og sinna HM í Rússlandi í sumar 2018 fyrir RÚV.

RÚV segir frá þessu en Guðmundur kemur á láni frá Stöð2Sport í sumar.

Þetta er annað stórmótið í röð sem Guðmundur er lánaður en hann var hjá Sjónvarpi Símanns á EM 2016.

Guðmundur er vinsælasti knattspyrnulýsandi landsins og Eiður er besti leikmaður sem Ísland hefur átt.

Guðmundur mun lýsa leikjum Íslands á HM en Eiður verður í hlutverki sérrfræðings.


desktop