Eiður Smári á CNN – Partýið heldur áfram

Ísland er komið inn á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í fyrsta sinn en liðið tryggði sig inn á mótið í gær.

Ísland vann 2-0 sigur á Kósóvó í gær sem tryggði þetta sögulega afrek.

Einn besti knattspyrnumaður í sögu Íslands, Eiður Smári Guðjohnsen hefur lagt skóna á hilluna og fer ekki með til Rússlands.

Hann hefur nú stimplað sig inn sem knattspyrnusérfræðingur í sjónvarpi og var í viðtal við CNN í dag.

„Þetta var sögulegt fyrir okkur, sögulegt fyrir fótboltann. Við höfðum að sjálfsögðu gaman af því að fara á EM, okkar fyrsta mót, í Frakklandi í fyrra og nú heldur partýið áfram,“ sagði Eiður Smári á CNN

„Þetta er hópur leikmanna sem hefur verið saman í langan tíma.“

Ummæli Eiðs eru hér að neðan.


desktop