Einkunnir úr frábærum sigri Íslands – Gylfi bestur

Íslenska karlalandsliðið vann gríðarlega mikilvægan sigur í undankeppni HM í kvöld en leikið var við Úkraínu.

Ísland þurfti að sætta sig við svekkjandi tap gegn Finnum um helgina og þurftu á þremur stigum að halda í kvöld.

Það var nákvæmlega það sem gerðist en Gylfi Þór Sigurðsson sá um að klára gestina í gulu.

Gylfi kom Íslandi yfir snemma í síðari hálfleik og bætti svo við öðru á 66. mínútu eftir fallega sókn.

Ísland er nú í öðru sæti I riðils með jafn mörg stig og Króatía en Króatar töpuðu 1-0 fyrir Tyrkjum í kvöld.

Einkunnir úr leiknum má sjá hér að neðan.

Hannes Þór Halldórsson 7
Varði allt sem hann átti að verja og var flottur í þessum leik

Birkir Már Sævarsson 7
Var mjög flottur varnarlega og kom með nokkra spretti fram völlinn.

Sverrir Ingi Ingason 7
Fín innkoma hjá Sverri, smá stress á boltanum en varnarlega var hann frábær.

Ragnar Sigurðsson 8
Leiðtogi varnarinnar, hjálpaði Sverri mikið og stýrði öllu eins og herforingi.

Hörður Björgvin Magnússon 7
Er að eigna sér stöðuna og að verða betri og betri varnarlega.

Jóhann Berg Guðmundsson 8
Ótrúlega mikilvægur í varnarleik okkar og sýndi svo mikið hugrekki fyrra marki Gylfa og átti stóran þátt í öðru markinu.

Aron Einar Gunnarsson 8
Lagði líf og sál í leikinn, leiðtogi liðsins sem steig upp þegar mest á þurfti.

Emil Hallfreðsson (´89) 9
Ekki svo góður í fyrri hálfleik en hreint magnaður í þeim síðar, ein best frammistaða Emils í bláu treyjunni í seinni hálfleik. Magnaður.

Birkir Bjarnason 7
Ótrúlegur dugnaður, gat lítið gert sóknarlega en hjálpaði Herði Björgvini ótrúlega.

Gylfi Þór Sigurðsson 9 – Maður leiksins
Stjarnan sem stígur upp þegar liðið þarf á að halda, var betur inni í leiknum en gegn Finnlandi og það hjálpaði mikið. Tvö mikilvæg mörk.

Jón Daði Böðvarsson (´66) 7
Ótrúleg vinnsla og gerði vel þegar hann fékk tækifæri til framarlega á vellinum. Lagði upp seinna mark Gylfa með góðri snertingu.

Varamenn:

Björn Bergmann Sigurðarson (´66) 6
Fínasta innkoma, átti bara að halda pressunni á varnarmönnum Úkraínu og gerði vel.


desktop