Einkunnir úr jafntefli Íslands gegn Katar – Jón Guðni bestur

Ísland gerði 1-1 jafntelfi við gestina í Katar í æfingaleik sem fram fór í kvöld.

Þar með er æfingaferð Íslands á enda en liðið hefur verið síðustu daga í Katar.

Íslenska liðið spilaði með ágætum í dag en varnarleikur liðsins var öflugur.

Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark liðsins í fyrri hálfleik en gestirnir jöfnuðu í síðari hálfeik..

Einkunnir eru hér að neðan.

Plús og mínus er hér að neðan.

Byrjunarlið Íslands:

Ögmundur Kristinsson (´46) – 6
Ögmundur gerði ekki nein mistök í leik sínum í dag, fín frammistaða.

Diego Jóhannesson (´64) – 5
Allt í lagi frammistaða hjá Diego gegn Katar, missti boltann klaufalega á köflum.

Ragnar Sigurðsson (´46) – 7
Var flottur í dag, Ragnar er í góðu formi þessa dagana og það sést.

Jón Guðni Fjóluson – 7 (Maður leiksins)
Flott frammistaða hjá Jóni Guðna, frábært tímabil í Svíþjóð að baki og kom sterkur inn í dag.

Ari Freyr Skúlason – 5
Ágætis frammistaða hjá Ara, átti þó að fá dæmda á sig vítaspyrnu.

Arnór Ingvi Traustason – 5
Sóknarleikur Íslands var ekkert frábær og Arnór komst lítið inn í leikinn

Arnór Smárason (´46) – 5
Komst ekki alveg í takt við leikinn í dag.

Gylfi Sigurðsson – 7
Var í fínu standi í leiknum og átti stóran þátt í markinu.

Rúnar Már Sigurjónsson – 6
Leysti hlutverk sitt með ágætum í dag.

Rúrik Gíslason – 7
Gerði vel í aðdraganda marksins og skilaði mjö góðri varnarvinnu.

Viðar Örn Kjartansson (´46) – 7
Eins og alvöru framherji þá kláraði Viðar færið sitt vel.

Varamenn:

Sverrir Ingi Ingason – 5
Var öflugur þangað til undir lokin þegar hann fór úr stöðu í marki Katar.

Hjörtur Hermansson (´46) – 5
Kom með ágætis takt í vörnina í síðari hálfleik.

Kjartan Henry Finnbogason (´46) – 6
Fékk úr litlu að moða en gerði ágætis hluti.

Ingvar Jónsson (´46) – 6
Flottur síðari hálfleikur, gerði það sem hann átti að gera.

Theodór Elmar Bjarnason (´64) – 6
Getur leyst svo margar stöður, ætti að komast með á HM.


desktop