Einkunnir úr sigri Íslands – Björn Daníel bestur

Ísland vann 0-2 sigur á Kína á æfingamóti sem fram fer þar í landi þessa dagana en auk Íslands og Kína eru Króatía og Síle á mótinu.

Ísland mun spila til úrslita í China Cup en það kemur í ljós á morgun hvort það verði Síle eða Króatía sem verða andstæðingur Íslands á sunnudag.

Kjartan Henry Finnbogason skoraði fyrra mark leiksins í dag en það kom á 64 mínútu eftir geggjuð tilþrif frá Birni Daníel Sverisssyni.

Það var svo varamaðurinn Aron Sigurðarson sem bætti við þegar lítið var eftir.

Óttar Magnús Karlsson, Albert Guðmundsson, Orri Sigurður Ómarsson og Böðvar Böðvarsson léku sinn fyrsta landsleik en allir komu inn sem varamenn.

Einkunnir úr sigrinum eru hér að neðan.

Hannes Þór Halldórsson – 7
Gerði allt eins vel og möguleiki var á í þessum leik.

Kristinn Jónsson (´59) 4
Átti í vandræðum í fyrri hálfleik þegar Kínverjar fóru mikið upp hægri væng sinn.

Jón Guðni Fjóluson – 6
Sýndi það á köflum að hann getur vel nýst landsliðinu á komandi árum.

Kári Árnason – 6
Leiðtogi liðsins virkaði smá ryðgaður til að byrja með en vann sig vel inn í leikinn

Birkir Már Sævarsson – 6
Átti ágætis spretti og komst vel frá sínu.

Theodór Elmar Bjarnason (´77) – 6
Elmar vann alla grunnvinnuna vel og skilaði ágætis frammistöðu.

Björn Daníel Sverrisson (´73) 7 – Maður leiksins
Snúningurinn í markinu var svo geggjaður að Björn mun horfa á hann aftur og aftur.

Guðlaugur Victor Pálsson – 7
Þegar Ísland var í vandræðum varnarlega í fyrri hálfleik var Guðlaugur duglegur að sópa upp fyrir liðsfélaga sína.

Arnór Smárason (´59) 5
Komst ekki í neinn brjálaðn takt við leikinn en var vinnusamur.

Elías Már Ómarsson (´90) 5
Var ekki í miklum takti í þessum leik og tók nokkrar ragnar ákvarðanir.

Björn Bergmann Sigurðarson (´90) – 6
Tók hann smá tíma að komast í takt við leikinn en var góður í seinni hálfleik.

Varamenn:

Kjartan Henry Finnbogason (´59) – 7
Mark Kjartans var mark sem hver einasti markaskorari væri stoltur af. Réttur maður á réttum stað.

Böðvar Böðvarsson (´59) – 6
Var ekki í neinum vandræðum eftir að hann kom við sögu

Aron Sigurðarson (´73)
Spilaði of lítið til að fá einkunn.

Óttar Magnús Karlsson (´77)
Spilaði of lítið til að fá einkunn

Albert Guðmundsson (´90)
Spilaði of lítið til að fá einkunn

Orri Sigurður Ómarsson (´90)


desktop