Ekki ákveðið hvort KSÍ muni gefa upp kostnaðinn vegna EM hjá stelpunum

Klara Bjartmarz framkvæmdarstjóri KSÍ segir í skriflegu svari til 433.is að ekki hafi verið ákveðið hvort sérstakt uppgjör vegna þátttöku Íslands á EM í Hollandi verði gert opinbert.

Stelpurnar okkar luku keppni á Evrómótinu í síðustu viku en liðið komst ekki upp úr riðlinum.

Íslenska liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum gegn Frakklandi, Sviss og Austurríki.

Fyrir þátttökuna á Evrópumótinu fær KSÍ 36 milljónir frá UEFA eða 300 þúsund evrur.

Ljóst er að kostnaðurinn vegna þátttöku landsliðsins á EM í Hollandi var talsvert meira en þær 36 milljónir sem KSÍ fær. Mikið var lagt í allan undirbúning og við þátttöku liðsins í Hollandi.

8 milljónir evra er upphæðin sem UEFA leggur til í mótið og skiptist hún á milli þjóðanna og fer eftir árangri. Á Evrópumótinu hjá körlunum í fyrra fékk hver þjóð 8 milljónir evra fyrir að komast á mótið. Hver þjóð í karlaflokki fékk því upphæðina sem lagt er í allt mótið hjá stelpunum fyrir það eitt að komast á EM.

Íslenska karlalandsliðið náði svo góðum árangri og fékk 6 milljónir evra að auki og fékk þá KSÍ 14 milljónir evra fyrir þátttöku liðsins á mótin eða 1,7 milljarð króna er miðað er við gengi dagsins í dag.

Skriflegt svar Klöru Bjartmarz við fyrirspurn 433.is um kostnaðinn við þátttöku landsliðsins á EM í Hollandi:

Stjórn KSÍ hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort að uppgjör vegna EM 2017 verði birt sérstaklega.

Uppgjör KSÍ vegna 2017 verður birt í febrúar 2018 í samræmi við lög sambandsins.


desktop