Eru þetta næstu stjörnur Íslands? – Alfons Sampsted

Alfons Sampsted er líklegur til árangurs

433.is í samstarfi við DV tók saman tíu leikmenn sem gætu orðið næstu stjörnur A-landsliðs karla.

Um er að ræða efnilegustu leikmenn Íslands sem margir eru farnir að kannast við.

Leikmennirnir eru allir á mála hjá erlendu liði og margir hafa verið það í fleiri ár.

Íslenska landsliðinu í karlaknattspyrnu vegnar vel í dag en fram undan gætu verið fleiri spennandi ár enda margir efnilegir og spennandi leikmenn að koma upp.

Í dag eru leikmenn farnir að fara mjög ungir út í atvinnumennsku enda draumur flestra ungra knattspyrnumanna að gera það gott úti í hinum stóra heimi.

Íslensk ungstirni gera það í raun mjög gott á erlendri grundu, margir eru í Hollandi og nokkrir á Englandi auk þess að vera í fleiri löndum.

Þó listinn yfir efnilega knattspyrnumenn á Íslandi sé endalaus fékk DV nokkra góða menn til að fara yfir hvaða leikmenn eiga mesta möguleika á að verða stjörnur í A-landsliðinu á komandi árum.

Erfitt var að setja saman tíu leikmenn en nefndin komst að niðurstöðu á endanum.

Meira:
Eru þetta næstu stjörnur Íslands? – Albert Guðmundsson

Um helgina mun 433.is birta þessa tíu leikmenn en þeir koma í stafrófsröð.

Alfons Sampsted – Norrköpping – 18 ára
Bakvörðurinn öflugi sem hefur átt góð tvö tímabil með Breiðabliki í efstu deild á Íslandi er farinn til Svíþjóðar, með góðan hraða og öflugur bæði í vörn og sókn. Framtíðar bakvörður í landsliðinu ef hann heldur rétt á spilunum. Hefur allt tli þess að ná mjög langt.


desktop