Fallegt bréf Lagerback til Íslendinga – Fylgi ykkur svo lengi sem ég lifi

Ísland er komið inn á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í fyrsta sinn en liðið tryggði sig inn á mótið í gær.

Ísland vann 2-0 sigur á Kósóvó í gær sem tryggði þetta sögulega afrek.

Lars Lagerback sem þjálfaði Ísland þangað til í fyrra hefur sent íslensku þjóðinni bréf.

Hann þjálfari Noreg í dag en samgleðst íslensku þjóðinni.

Bréf frá Lagerback:
Góðan daginn Ísland og KSÍ

Ég vaknaði upp í morgun 10/10 2017 með bros á vör. Ísland er komið á HM.

Ég vil óska Íslandi til hamingju, öllum sem koma að fótbolta og öllum vinum mínum og samstarfsfélögum á Íslandi.

Ég hef fylgst með gengi ykkar í undankeppni HM og virðing mín er til ykkar sem eruð enn að vaxa. Viðhorf leikmanna er að verða betra, eins og einn maður sagði ´Með réttu viðhorfi getur þú alltaf unnið´.

Fyrst vi ég óska öllum fyrrum samstarfsfélögum og vinum hjá KSÍ til hamingju, ég veit hversu mikið þið hafið unnið fyrir þessu eins og þið gerðuð með mér á Íslandi.

Fyrst og fremst óska ég þessu frábæra landsliði til hamingju, allir leikmennirnir sem hafa tekið þátt. Fyrir utan knattspyrnuhæfileika hafið þið eitthvað annað, ég hugsa um andlegan styrk og liðsanda. Þið eigið allir skilið að fara til Rússlands, þið eigið stóran hluta í mínu hjarta og ég fylgi ykkur svo lengi sem ég lifi.

Starfsfólkið í kringum liðið, ef leikmennirnir eru góðir þá þið eitthvað annað. Ég held að fólk átti sig ekki á því hversu mikið leikmennirnir meta ykkur og frammistöðu ykkar. Án ykkar leiðtogahæfileika hefði Ísland aldrei komist til Rússlands, þið eruð vinir mínir.

Síðastur er stjórinn, ég er sérstaklega glaður fyrir þig Heimir. Eftir fimm ára saman ertu einn af mínum bestu vinum og samstarfsfélögum. Þú ert fyrsta flokks þjálfari og enn betri persónuleiki. Það er frábær frammistaða hjá þér og starfsfólkinu að stýra liðinu til Rússlands, það var áskorun að halda áfram eftir úrslitin árið 2016. Vel gert gamli vinur.

Gangi ykkur vel í Rússlandi árið 2018 og ÁFRAM ÍSLAND

Bestu kveðjur

Lars Lagerback


desktop