Fullyrðir að Eiður Smári sé sá besti – One love

Eiður Smári Guðjohnsen tilkynnti það formlega á föstudag að hann væri hættur í fótbolta.

Eiður átti magnaðan feril sem leikmaður en hann lék meðal annars með Barcelona og Chelsea.

Eiður lék síðast með Molde í Noregi fyrir ári síðan en hefur nú ákveðið að hætta.

Margir eru á því að Eiður Smári sé besti knattspyrnumaður sem Íslands hefur átt og Emil Hallfreðsosn er einn af þeim.

,,Þessi gæji númer 22 er og verður alltaf the main man. Barcelona og Chelsea segir allt sem segja þarf um þennann besta fótboltamann Íslands fyrr og síðar. Þvílíkur heiður að hafa fengið að spila með þér. Megi velgengnin fylgja þér áfram hvert sem þú ferð. One love,“
sagði Emil á Instagram.

Myndina sem Emil birti má sjá hér að neðan.


desktop