Fyrrum leikmaður íslenska landsliðsins opnar sig – Glímir við geðklofa

Hrefna Huld Jóhannesdóttir fyrrum markamaskína og landsliðskona er í viðtali í Morgunblaðinu í dag þar sem hún opnar sig um veikindi sín.

Hrefna hefur í nokkur ár verið að glíma við geðklofa sjúkdóm og opnar sig um það í Morgunblaðinu.

Hrefna átti afar farsælan feril sem leikmaður og lék meðal annars með KR, ÍBV og fleiri liðum.

„Sum­ir halda að þetta sé eitt­hvert ægi­legt leynd­ar­mál. En þetta er það ekki. „Ég er með sjúk­dóm sem heit­ir geðklofi og ég vona að ég geti hjálpað ein­hverj­um með því að tala op­in­skátt um það og hvaða áhrif það hef­ur haft á líf mitt,“ segir Hrefna í viðtali við Morgunblaðið.

Sjúkdómurinn fór að gera vart við sig árið 2008 en þá var Hrefna í starfi hjá Landsbanknum en hún missti starfið eftir bankahrunið.

„Í kjöl­farið ein­angraði ég mig, ég skammaðist mín hálfpart­inn fyr­ir að hafa verið sagt upp. Ég fór ekki út og talaði ekki við neinn. Kannski urðu aðstæðurn­ar til þess að ýta und­ir sjúk­dóm­inn, það er ómögu­legt að segja til um það.“’

„Þetta var mjög niður­brjót­andi. Fyrst vissi ég ekk­ert hvað var að ger­ast, en áttaði mig síðan fljót­lega á að það var eitt­hvað mikið að mér. Bróðir minn og frænka höfðu áhyggj­ur og fóru með mér á geðdeild. Satt best að segja fannst mér ég alls ekki eiga heima þar í byrj­un. Ég held að það eigi við um marga, það eru viss­ir for­dóm­ar gagn­vart geðsjúk­dóm­um, líka hjá þeim sem eru með þá.“

Sjúkdómurinn var þess valdandi að Hrefna þurfti að hætta í fótbolta. ,,Ég varð að hætta 2009, ég var orðin það veik. Síðan reyndi ég af og til og spilaði síðast 2012. Ég datt ekki bara út úr íþrótt­inni sjálfri, held­ur líka út úr fé­lags­skapn­um og öllu sem var í kring. Það var erfitt.“

Viðtalið má lesa í heild hérna.


desktop