Geir gagnrýnir Morgunblaðið – Erum eitt besta landslið í heimi

Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ gefur ekki mikið fyrir skrif Morgunblaðsins um árangur Íslands og Þjóðardeildina.

Ísland er á meðal bestu þjóða Evrópu þegar dregið verður í nýja Þjóðardeild UEFA. Leikið verður næsta haust eftir að Heimsmeistaramótinu í Rússlandi lýkur. Leikið er í fjórum deildum og er Ísland í A deildinni ásamt bestu þjóðum Evrópu.

Það verða því tvö stórlið sem koma á Laugardalsvöll næsta haust en 12 lið eru í A deild og verður þeim skipt í fjóra riðla.

Efsta liðið í hverjum riðli fer svo í undanúrslit og síðan er leikið til úrslita og um þriðja sætið. Fjögr neðstu liðin í hverjum riðli falla svo niður í B deildina fyrir 2020 útgáfuna af Þjóðardeildinni. 20 lið munu komast á lokamót EM í gegnum undankeppni EM en fjögur sæti eru í boði í gegnum Þjóðardeildina, eitt úr hverri deild.

Í Morgunblaðinu er sagt að líklega hefði verið betra fyrir Ísland að vera í B-deild frekar en A-deild Þjóðardeildarinnar. Þessu er Geir ekki sammála.

,,Mogginn ekki alveg að sjá aðalatriðin – Ísland er með eitt af bestu landsliðum í heimi í knattspyrnu,“ skrifar Geir.

Twitter færslu hans má sjá hér að neðan.


desktop