Heimir fékk SMS skilaboð eftir tapið sem eru mjög djúp

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands fékk SMS skilaboð eftir tapið gegn Finnlandi sem situr eftir hjá honum.

Heimir gaf ekki upp hver sendi honum skilaboðin en það er i dýpri kantinum.

Íslenska liðið getur ekki verið að svekkja sig of lengi á úrslitunum því á morgun er leikur gegn Úkraínu í undankepni HM. Sigur er nauðsynlegur.

,,Þessir leikmenn eru vanir því að spila fótbolta og það tapa allir leikjum,“ sagði Heimir.

,,Ég fékk SMS eftir leik þar sem stóð „Lífið er fótbolti en það er ekki bara einn fótboltaleikur“. Það kom frá mjög djúpum manni.“


desktop