Heimir svarar Neil Warnock – Hann velur ekki íslenska landsliðið

Heimir Hallgrímsson þjálfari íslenska landsliðsins segir að Neil Warnock stýri ekki íslenska landsliðinu og að Heimir taki þær ákvarðanir sem séu bestar fyrir landsliðið.

Warnock, stjóri Cardiff þar sem fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson spilar, hefur verið að senda Heimi pillur síðustu mánuði.

Warnock gagnrýndi Heimi fyrir að spila Aroni í 90. mínútur í landsleik gegn Írlandi á dögunum og þá gagnrýndi hann Heimi og KSÍ fyrir að vilja fá Aron snemma til æfinga fyrir leikinn mikilvæga gegn Króatíu sem fram fer 11. jíní.

„Ég skil að Neil Warnock vilji vinna sína leiki sem stjóri Cardiff en við viljum vinna okkar leiki,“ sagði Heimir í samtali við 433.is en nánar er rætt við Heimi um helgina.

,,Hann velur ekki íslenska landsliðið og ég vel ekki liðið hjá Cardiff. Ég hef ekki ástæðu til þess að vera að sverta hann eða skoðanir hans í blöðum. Hann er með pressu á sínum herðum í sínu starfi og vill að sínir leikmennirnir komi ferskir úr landsleikjafríi sem er mótsögn í sjálfu sér.“


desktop