Heimir um af hverju hann leitaði til Eiðs – Hefur mikla þekkingu

Eiði Smára Guðjohnsen stóð til boða að gerast aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins eftir að Lars Lagerback lauk störfum.

Heimir Hallgrímsson leitaði til Eiðs um að aðstoða sig en Eiður afþakkaði boðið þar sem hann var þá samningsbundinn Molde í Noregi.

Meira:
Heimir hefði íhugað að hætta með landsliðið hefði Lagerback verið áfram

Heimir var svo sannarlega tilbúinn að stjórna liðinu einn eins og hinn magnaði árangur liðsins í undankeppni HM sannar.

Hann þurfti þó að finna sér aðstoðarþjálfara og fyrir valinu varð Helgi Kolviðsson sem hefur reynst afar vel. Áður hafði Heimir þó leitað til Eiðs Smára Guðjohnsen um að taka aðstoðarþjálfarastöðuna að sér.

„Ég held að hann hefði getið hjálpað mér á mörgum sviðum, til dæmis varðandi virðingu, samskipti við fjölmiðla og annað slíkt, eins og hann gerði beint og óbeint hjá okkur sem leikmaður á EM í fyrra. Svo hefði hann auðvitað haft mikla þekkingu á hópnum og notið virðingar innan hans. En hann ákvað að spila áfram og það var hans val,“ sagði Heimir í ítarlegu spjalli við 433.is og DV.

Viðtalið er hægt að lesa í heild í helgarblaði DV


desktop