Hetjurnar okkar – Ísland er komið á HM í fyrsta sinn

Ísland 2 – 0 Kósóvó:
1-0 Gylfi Þór Sigurðsson (´40)
2-0 Jóhann Berg Guðmundson (´68)

Ísland er komið á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Kósóvó í Laugardalnum í kvöld.

Íslenska liðið þurfti sigur til að tryggja sig inn til Rússlands þar sem mótið fer fram næsta sumar.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrra mark Íslands í leiknum þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.

Gylfi gerði hlutina eins síns liðs og kom boltanum í netið, sögulegt mark fyrir Ísland.

Jóhann Berg Guðmundsson skoraði svo seinna markið þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir eftir laglegan undirbúning Gylfa.

Ísland er minnsta þjóð sögunnar sem kemst á Heimstaramótið en áður var það Trínidad og Tóbago sem telur 1,3 milljónir.

Íslenska liðið vann mjög sterkan riðil þar sem stórþjóðir eins og Króatía, Tyrkland og Úkraína voru með.

Til hamingju Ísland.


desktop