Hólmfríður leikur ekki í sumar – Er ófrísk

Hólmfríður Magnúsdóttir landsliðskona og leikmaður KR mun ekki spila fótbolta í sumar.

Hólmfríður hefur greint frá því að hún sé ófrísk.

Þessi öflugi leikmaður hefur átt frábæran feril og var hún í nokkur ár í atvinnumennsku.

Hólmfríður var hluti af EM hópi Íslands síðasta sumar en hún kom heim til KR fyrir síðustu leiktíð.

Hún mun nú taka sér frí frá fótbolta en ekki er öruggt að hún snúi aftur á völlinn.


desktop