Hörður Björgvin og Emil byrja gegn Króatíu – 4-5-1 kerfið notað

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands kýs það að byrja bara með einn framherja gegn Króatíu í undankeppni HM í kvöld.

Alfreð Finnbogason er fremsti maður liðsins í leiknum sem byrjar klukkan 18:45 en Gylfi Þór Sigurðsson spilar fyrir aftan Alfreð.

Meira:
Fylgstu með öllu sem gerist í leiknum hérna beint

Íslenska liðið hefur oftast spilað með tvo framherja en styrkleiki Króata er á miðsvæðinu og því vill Heimir styrkja miðsvæðið.

Emil Hallfreðsson spilar við hlið Arons Einar Gunnarssonar á miðjunni í leiknum og þá kemur Hörður Björgvin Magnússon inn í vinstri bakvörðinn.

Byrjunarlið Íslands:
Hannes Þór Halldórsson
Birkir Már Sævarsson
Kári Árnason
Ragnar Sigurðsson
Hörður Björgvin Magnússon
Birkir Bjarnason
Aron Einar Gunnarsson
Emil Hallfreðsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Alfreð Finnbogason


desktop